top of page

Húsreglur og leiðbeiningar

Búðakirkja er bæði sóknarkirkja og einstök bygging sem notuð er við mörg mismunandi tækifæri. Kirkjan er orðin meira en 170 ára og er á húsafriðunarskrá Minjastofnunar Íslands, en er í umsjá sóknarbarna á staðnum.

Til að geta verndað kirkjubygginguna sjálfa ásamt stöðu og gildum Búðakirkju, þá hafa verið settar saman reglur til að leiðbeina öllum sem vilja koma í Búðakirkju eða vilja fá hana leigða til skemmri tíma.

Við vonum að þessar leiðbeiningar gefi þér hagnýtar upplýsingar fyrir heimsókn í Búðakirkju.

Reglur um aðgang almennings og umgengni um Búðakirkju

Þeir sem hafa áhuga á að fá aðgang að Búðakirkju utan auglýstrar opnunnar eða athafna, hvort sem það er til að fá að skoða kirkjuna eða til að hafa þar viðburð eða athöfn, þurfa að hafa samband við kirkjuvörð með tölvupósti: budakirkja@gmail.com

 

• Allir sem vilja koma í heimsókn í Búðakirkju eða fá hana leigða í stuttan tíma, eiga kost á því óháð búsetu trú, kyni, kynþætti eða uppruna.

 

• Heimsókn eða afnot af Búðakirkju utan auglýstrar opnunar eða athafna eiga að vera í samráði við kirkjuvörð.

 

• Athafnir sem lúta að safnaðarstarfi og athafnir fyrir sóknarbörn Búðakirkju njóta forgangs á nýtingu kirkjunnar. Taka skal tillit til þess þegar kirkjunni er ráðstafað til annarra nota.

 

• Ábyrgð á helgihaldi og safnaðarstarfi í Búðakirkju er á hendi sóknarprests í samráði við sóknarnefnd.

 

• Öllum fyrirspurnum sem berast og varða beiðni um kirkjulegar athafnir í Búðakirkju, er vísað með tölvupósti til starfandi sóknarprests.

 

• Þeir sem óska eftir aðgangi að Búðakirkju skulu gera grein fyrir erindi sínu í kirkjuna. Hvort um er að ræða heimsókn, viðburð, athöfn eða annað svo hægt sé að meta það og gæta þess að allt sem þar fer fram falli að gildum og stöðu Búðakirkju, auk innri samþykkta kirkjunnar og starfsreglna kirkjuþings.

 

• Búðakirkja er friðuð og óheimilt að gera breytingar á kirkjunni eða umhverfis hana án samráðs við kirkjuvörð. Á það við um tilfærslu muna, innsetningu hluta, skreytingar eða annað sem bregður útaf vanalegu útliti og umhverfi Búðakirkju.

 

• Vegna brunahættu er óheimilt að hafa logandi eld eða glóð í eða við Búðakirkju. Á það við um logandi kerti, reykelsi, kyndla, prímusa, grill og allan opin eld. Eingöngu er heimilt að láta loga á kertum í stjökunum frá 1767 á altari við athafnir.

 

• Þegar brúðhjónum er fagnað við útgöngu úr kirkjunni má blása sápukúlur. Óheimilt er að dreifa grjónum, skrauti, glimmeri, rósablöðum eða öðru utanaðkomandi efni í eða við Búðakirkju.

 

• Gestir eru beðnir að neyta ekki matar eða einhverskonar veitinga í Búðakirkju.

 

Gestir sem heimsækja Búðakirkju eru beðnir að sýna tillitsemi og virðingu í og við kirkjuna, ganga vel um, taka með sér rusl og loka hliðunum á kirkjugarðinum. Bannað er að hrófla við munum, klifra á kirkjunni, fara upp á hlaðna veggi eða spilla náttúru í kringum kirkjustaðinn

Vinsamlegast hafið samband til að fá frekari upplýsingar

Address

Búðakirkja

Búðir

356 Snæfellsbær

Iceland

+354 867 4451

Phone

Email

Social Media

  • Facebook
  • Instagram
bottom of page