Verðskrá
Verðskráin var síðast uppfærð í maí 2021.
Vinsamlegast athugaðu að ef þú ætlar að leigja kirkjuna fyrir viðburð langt framm í tímann (tvö ár eða lengra) þá verður gjaldið samkvæmt gjaldskrá þess árs en ekki þegar bókunin er gerð.
Gjaldskrá vegna útleigu á Búðakirkju
Útleiga á Búðakirkju er í höndum Kirkjuvarðar og skulu fyrirspurnir berast á netfangið: budakirkja@gmail.com
• Hægt er að leigja Búðakirkju hvort heldur sem er í heilan dag eða hluta úr degi.
- Heill dagur telst allt að sjö fyrirfram ákveðnir klukkutímar á milli kl. 9:00 og 18:00. Þrif innifalið. Leiguverð: 40.000 kr.
- Hluti úr degi telst allt að þrír fyrirfram ákveðnir klukkutímar á milli kl.9:00 og 18:00. Þrif innifalið. 25.000 kr.
- Álag er greitt fyrir leigu að kvöldi, þ.e. þrjá fyrirfram ákveðna klukkutíma á
tímabilinu frá kl. 18:00 til 23:00. Þrif innifalið. 35.000 kr.
- Ávallt þarf að ráða kirkjuvörð Búðakirkju til að vera til staðar í kirkjunni á meðan
hún er í útleigu. Greiðsla til kirkjuvarðar er 3.500 kr./klst.
• Gestamóttaka í Búðakirkju er sniðin að gestunum hverju sinni
- Móttaka og upplýsingaleiðsögn í Búðakirkju í umsjón kirkjuvarðar, á íslensku
og/eða ensku. Gjald samkvæmt samkomulagi hverju sinni.
Óendurkræft staðfestingargjald fyrir leigu á Búðakirkju er 5000 kr.
sem greiðist við bókun.

Vinsamlegast hafið samband til að fá frekari upplýsingar
Address
Búðakirkja
Búðir
356 Snæfellsbær
Iceland
+354 867 4451